Hefst nú áhugavert ferðalag. Fyrsti áfangastaður New York City. Þar sem stoppað verður í um 18 tíma. Þaðan liggur leiðin til Buanos Aires, með stoppi í Sao Palo.
Aðstæður til ferðalaga gætu verið betri, en raun ber vitni. Nokkuð ljóst að ég á von á veseni á flugevellinum og að ég fæ ekki að taka kakó og kleinur með mér í flugvélina eftir atburði síðustu daga.
Þegar til Argentínu er komið hefst baráttan við nautakjötið. eins og flestir vita eru Argentínu búar miklar kjötætur og heimamenn, sem heyra að ég sé grænmetisæta á leið til Argentínu reka upp stór augu og efast um að ég lifi þá svaðilför af. En ég mun sýna þeim.... lengi lifi baunir og bananar.
p.s. ég biðst innilega afsökunar á að hafa ekki náð að pósta á pelvis fyrir brottför