Ég á hálf bágt með að trúa því, verandi "semi-legal-alien" en ég er kominn í "undanúrslit" ef svo mætti kalla í AAAS Mass Media Science & Engineering Fellows Program. Prógrammið felst í að vinna fyrir mass media miðil í einhverjar tíu vikur í sumar og fullt af spennandi miðlum, sem taka þátt í prógramminu. Ég á að mæta í símaviðtal í byrjun mars, nú er bara að krosslegja fingur og vona að manni vefjist ei tunga um tönn.