Síðustu vikurnar hefur verið ómannlega mikið að gera. Skólinn kröfuharðari en áður, auk þess hef ég verið með gesti.
Næstkomandi vika lítur litlu betur út. Ég þarf að skila inn "prospectus" að lokaverkefninu ef ég á að fá að útskrifast í vor. Auk þess eru skil í blaðamannakúrsinum. Sá kúrs er mjög skemmtilegur, í dag fengum við t.d. að fylgjast með ritstjórnarfundi hjá Boston Globe, sérlega áhugavert.
Mig langar að fara birta eitthvað af hljóð upptökunum frá því á ferðalaginu í sumar og mun gera það á þessari síðu, einnig styttist í næsta mix.