Lífið getur verið dálítið skrýtið. Þegar ég hálf gafst upp á að skrifa þetta blessaða blogg var það sökum þess að fátt dreif á daga mína, enda fastur á skrifstofunni með blýant í annarri og vasareikni í hinni. Síðan þá hefur of margt spennandi gerst til að tækifæri gæfist til að skrifa hér inn orð.
Hvar skal byrja.
Ég er staddur í Milwaukee í Wisconsin fylki. Hvernig í ósköpunum endaði ég hér.