Komst loksins á snjóbretti um helgina með nokkrum vinum. Vaknaði fyrir allar aldir á sunnudaginn til að vera kominn til Sunapee í New Hampshire fyrir klukkan níu. Náðum ágætis degi, ég mér tókst auðvitað að detta nokkrum sinnum stórkostlega á hausinn og er því allur lemstraður í dag. En hvað um það.
Nú er hægt að skoða götuna, sem ég bý í, á google maps. Smellið á hlekkinn og ýtið svo á "street view", þá ætti 360 gráðu útsýni af Speridakis Ter að birtast. Ég bý í brúna húsinu til hægri í suðaustur enda götunnar.