Kominn aftur til Delhi í stutt stopp áður en stefnan er tekin til Goa.
Sagan er sú að ég og Snæbjörn yfirgáfum höfuðborgina eldsnemma á mánudagsmorgun. Eftir köldustu lestarferð gegnum í manna minnum og mestu fátæktarhverfi sem ég hef á ævinni séð komum við til Agra. Fundum ágætasta hótel, sáum Fatehpur Sikri og Taj Mahal, en kuldinn var of mikill fyrir svaðilfara frá Íslandi.
Við tókum því fyrsta leigubíl alla leiðina til Delhi og reyndum að ná flugi til Goa, án árangurs og erum því í frábæru yfirlæti hjá Auðunni og Siggu. Stefnan tekin suður, vonandi til heitra stranda, á morgun. Vona nú bara að SpiceAir standi undir nafni og komi okkur á áfangastað.