Kominn aftur til Delhi í stutt stopp áður en stefnan er tekin til Goa.
Sagan er sú að ég og Snæbjörn yfirgáfum höfuðborgina eldsnemma á mánudagsmorgun. Eftir köldustu lestarferð gegnum í manna minnum og mestu fátæktarhverfi sem ég hef á ævinni séð komum við til Agra. Fundum ágætasta hótel, sáum Fatehpur Sikri og Taj Mahal, en kuldinn var of mikill fyrir svaðilfara frá Íslandi.
Við tókum því fyrsta leigubíl alla leiðina til Delhi og reyndum að ná flugi til Goa, án árangurs og erum því í frábæru yfirlæti hjá Auðunni og Siggu. Stefnan tekin suður, vonandi til heitra stranda, á morgun. Vona nú bara að SpiceAir standi undir nafni og komi okkur á áfangastað.
Flaug yfir mjög áhugavert landsvæði á leiðinni hingað, merkilegast þótti mér að fljúga yfir Afganistan, ég held að ég hafi rekið augun í Osama að hlaupa á eftir geitum með prik í hendi.
Delhi alveg að rokka.
Aðstaðan hjá Auðunni er alveg einstök. Sér herbergi og bað, einkakokkur, rooftop access og you name it.
Borgin er skemmtilega blönduð, byggingar frá hinum ýmsu tímum byggðar þegar leiðtogarnir trúði á hitt og þetta. Þannig finna má moskvur, hof, kirkjur út um alla borg.
Fátæktin er virkilega mikil og erfiðast er að horfa upp á krakka sem ættu að vera á leikskóla eða í fyrstu bekkjum grunnskóla vafra skítug um göturnar. Mann langar helst að taka þau með sér heim.